Lögreglan rannsakar mál Arons Einars

Lögreglan rannsakar mál Arons Einars

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp að nýju rannsókn á meintu ofbeldisbroti knattspyrnumannsins Arons Einars Gunnarssonar. Það er RÚV sem greinir frá þessu en samkvæmt heimildum fréttastofu var lögð fram kæra vegna þessa máls á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli óskaði nýverið eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og var það gert.

Aron Einar var ekki valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi leiki liðsins en hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann gagnrýndi KSÍ.

Sjá einnig: Aron Einar gagnrýnir KSÍ í yfirlýsingu

Í yfirlýsingunni fullyrti Aron að hann hefði aldrei gerst brotlegur gagnvart neinum eða neinni og skoraði á þá sem hefðu eitthvað út á hann að setja að nafngreina hann og gefa honum kost á að verja sig.

„Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu,“ segir í tilkynningu Arons.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó