Lögreglan sigraði slökkviliðið

Lögreglan á Akureyri og Slökkviliðið á Akureyri mættust í fótboltaleik á gervigrasvellinum við Oddeyrarskóla fyrr í dag. Leikurinn var hluti af átakinu Gengið af göflunum – Gengið til góðs.

Fjöldi fólks var mætt á leikinn sem var einnig sýndur beint á Facebook. Að lokum sigraði Lögreglan 8-7 í æsispennandi leik.

Slökkviliðsmenn Slökkviliðsins á Akureyri ætla að ganga í Eyjafjarðarhringinn í reykköfunargöllum, um 40 km leið, til styrktar Hollvinum Sjúkrahússins á Akureyri. Með þessu stefna þeir að því að safna nógu mörgum áheitum svo hægt verði að kaupa nýja ferðafóstru; neyðarflutningsbúnað fyrir veika nýbura og fyrirbura.

Þeir sem vilja styrkja við átakið er bent á reikninginn sem er eyrnarmerktur söfnuninni í eigu Hollvina;

Reikningur 0565-14-405630
Kennitala 640216-0500

Rögnvaldur Már Helgason var einn af áhorfendum leiksins og hann tók upp þetta stutta myndbrot frá þessum hörkuleik.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó