Lögreglan stöðvaði 92 ökumenn fyrir of hraðan akstur

Lögreglan stöðvaði 92 ökumenn fyrir of hraðan akstur

Lögreglan á Akureyri stöðvaði 92 ökumenn fyrir of hraðan akstur í bænum um helgina. Það er töluvert meira en um flestar helgar en Bíladagar fóru fram á Akureyri um helgina. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að helgin hafi að öðru leiti gengið mjög vel.

Bíladagar, sem eru skipulagðir af Bílaklúbbi Akureyrar, hafa farið fram á Akureyri síðan árið 1995.  Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu RÚV að helgin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Eitthvað hafi verið um pústra og var lögreglu tilkynnt um þrjár líkamsárásir. Þá hafi nokkrir þurft að sofa úr sér á lögreglustöðinni vegna ölvunar.

Nánar á RÚV.is

Sambíó

UMMÆLI