Lögreglumaður stunginn með sprautunál

Lögreglumaður á Akureyri hefur fengið viðeigandi meðferð eftir að ung kona veittist að honum í síðasta mánuði með notaðri sprautunál. Lögregluþjónninn var að hafa afskipti af konunni sem var í annarlegu ástandi og varð það til þess að hún stakk hann með nálinni.

Frétt um málið birtist á Vísi og staðfesti Gunnar Jóhannsson lögreglufulltrúi á Akureyri atvikið. Segir hann að nú sé beðið eftir niðurstöðum úr blóðrannsókn sem gerð var á lögregluþjóninum. Grunur leikur á að konan sé smituð af lifrabólgu C.

Atvikið átti sér stað í miðbæ Akureyrar

Atvikið átti sér stað í miðbæ Akureyrar

Konan var handtekin eftir atvikið en sleppt degi síðar. Málið er litið alvarlegum augum og er nú í höndum héraðssaksóknara. Konan hefur margoft komið við sögu lögreglu áður.

Vinnuslysum hjá lögreglumönnum hefur farið fjölgandi á árunum eftir hrun og þetta er meðal annars sú ógn sem steðjar að þeim við skyldustörf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó