Origo Akureyri

Lögreglurannsókn á hópslysinu í hoppukastalanum

Lögreglurannsókn á hópslysinu í hoppukastalanum

Lög­reglu­rann­sókn er haf­in á hóp­slys­inu á Ak­ur­eyri í gær, þar sem yfir 60 börn voru í hoppu­kastala sem tókst á flug í vind­hviðu. Þetta staðfesti Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra, í sam­tali við frétta­stofu RÚV í gær.

Sjá einnig: Hoppukastalinn við Skautahöllina tókst á loft á meðan að börn voru að leik

„Lögreglunni ber skylda að rannsaka slys. Það þarf að rannsaka tildrög þess og allar aðstæður í kringum slysið eins og vant er,“ sagði Páley við fréttastofu í gær.

Eftir slysið í gær voru viðbragðsaðilar ræstir út samkvæmt hópslysaáætlun í fyrsta sinn á Eyjafjarðarsvæðinu. Páley seg­ir í sam­tali við RÚV að það sé al­var­legsta stigið, þegar rautt út­kall ber­ist. Hún segi að þetta hafi litið illa út en sem bet­ur fer hafi bet­ur farið en fyrst á horfðist.

UMMÆLI

Sambíó