Lögreglurannsókn er hafin á hópslysinu á Akureyri í gær, þar sem yfir 60 börn voru í hoppukastala sem tókst á flug í vindhviðu. Þetta staðfesti Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu RÚV í gær.
Sjá einnig: Hoppukastalinn við Skautahöllina tókst á loft á meðan að börn voru að leik
„Lögreglunni ber skylda að rannsaka slys. Það þarf að rannsaka tildrög þess og allar aðstæður í kringum slysið eins og vant er,“ sagði Páley við fréttastofu í gær.
Eftir slysið í gær voru viðbragðsaðilar ræstir út samkvæmt hópslysaáætlun í fyrsta sinn á Eyjafjarðarsvæðinu. Páley segir í samtali við RÚV að það sé alvarlegsta stigið, þegar rautt útkall berist. Hún segi að þetta hafi litið illa út en sem betur fer hafi betur farið en fyrst á horfðist.
UMMÆLI