Lokavika Akureyri á iði

Lokavika Akureyri á iði

Akureyrarbær hefur í maímánuði staðið fyrir átakinu Akureyri á iði. Frá 3. maí hefur verið boðið upp á fría viðburði sem tengjast hreyfingu og heilsu. Íþróttadeild bæjarins skipuleggur viðburði. Í dag, 24. maí var til að mynda frítt í sund í 3. skipti í mánuðinum og verður einnig þann 30. maí.

Nú er lokavika átaksins gengin í garð og lýkur því þann 31. maí. Á dagskrá átaksins næstu daga má m.a. nefna örnámskeið í lyftingum og íþróttaklifri, hjólreiðar, bogfimi og borðtennis.

Hægt er að kynna sér nánar dagskránna og það sem er í boði á www.akureyriaidi.is

Sambíó

UMMÆLI