Lumar þú á upplýsingum um Herthu?

Lumar þú á upplýsingum um Herthu?

Sagnalist skráning og miðlun vinnur að því að endurskapa Akureyri eins og bærinn leit út árið 1862 þegar hann fékk kaupstaðarréttindi. Afraksturinn verður í formi sýndarveruleika þar sem áhugasamir munu meðal annars geta virt fyrir sér skipið Herthu á Pollinum.

Hertha var bryggskip, einnig nefnt skonnerta eða kútter. Skipið sigldi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í rúm 70 ár eða frá árinu 1817 til ársins 1888 þegar það brotnaði í spón undir Hvannadalabjargi, milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Skipið sést á þekktu málverki eftir Carl Baagöe frá árinu 1856/1857 þar sem það lúrir á Pollinum við Akureyri. Þá var skipið í eigu Gudmannsverslunarinnar en seinna var það í eigu Gránufélagsins.

Sagnalist leitar nú allra mögulegra heimilda sem í boði eru um innra og ytra útlit Herthu. Endursköpun Akureyrar 1862 er þannig unnin með hliðsjón af öllum bestu mögulegu heimildum sem fást í dag. Verkefnið er unnið í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri.

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um Herthu geta sent tölvupóst á sagnalist@sagnalist.is.

Sambíó

UMMÆLI