Lyfja opnar verslun á Akureyri

Lyfja opnar verslun á Akureyri

Lyfja hef­ur opnað nýja versl­un á Ak­ur­eyri ásamt því að Heilsu­húsið opn­ar í Lyfju í breyttri mynd.  

Ingvar Þór Guðjóns­son, lyfsali hjá Lyfju Ak­ur­eyri, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu: „Við erum mjög spennt fyr­ir opn­un Lyfju á Ak­ur­eyri og mun­um bjóða upp á hjúkr­un­arþjón­ustu, sem ekki hef­ur verið í boði í apó­teki á Ak­ur­eyri til þessa. Einnig hef­ur notk­un­in á Lyfju-app­inu verið stöðugt að aukast og geta Ak­ur­eyr­ing­ar nú pantað lyf í gegn­um appið og fengið heimsend án þess að greiða auka­lega fyr­ir heimsend­ing­una.“

„Við höld­um áfram að bjóða sér­fræðiþekk­ingu úr Heilsu­hús­inu, en verðum nú í Lyfju. Þessi sam­ein­ing fær­ir okk­ur á stað þar sem lögð er áhersla á heild­ræna heilsu. Við erum spennt fyr­ir verk­efn­inu og von­umst til að sjá sem flesta kíkja í heim­sókn,“ seg­ir Ragn­heiður Krist­ín Guðmunds­dótt­ir, um­sjón­ar­maður Heilsu­húss­ins á Ak­ur­eyri, í frétta­til­kynn­ingu.

UMMÆLI

Sambíó