Lýsa yfir ánægju með viðbrögð Akureyrarbæjar vegna Covid-19 faraldursins

Lýsa yfir ánægju með viðbrögð Akureyrarbæjar vegna Covid-19 faraldursins

Bæjarráð Akureyrar ræddi um reynslu liðinna vikna í ljósi Covid-19 faraldursins og hvernig mætti nýta þá reynslu til framtíðar á fundi sínum í vikunni.

Í fundargerð segir að bæjarráð lýsi yfir mikilli ánægju með störf og viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Akureyrarbæjar vegna faraldursins.

„Mikilvægt er að sú þekking sem orðið hefur til í viðbrögðum á síðustu mánuðum verði nýtt til uppfærslu á viðbragðsáætlunum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að ný þekking og þróun sem orðið hefur á rafrænni þjónustu og lausnum verði nýtt til framþróunar innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þá skorar bæjarráð á ráðherra sveitarstjórnarmála að heimild til fjarfunda og rafrænnar undirritunar fundargerða verði gerð varanleg.“

UMMÆLI

Sambíó