MA í undanúrslit Gettu betur

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri tryggði sér sæti í undanúrslitum spurningakeppninnar Gettu betur með sigri á Fjölbrautaskóla Suðurlands í gærkvöldi.

Eftir spennandi rimmu hafði lið MA að lokum þriggja stiga sigur, 26-23. FSu fékk tækifæri til að jafna metin í síðustu umferðinni en tókst ekki að svara lokaspurningunni á fullnægjandi hátt.MA mun mæta Kvennaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum keppninnar og fer sú rimma fram næstkomandi fimmtudag.

Baldvin Kári Magnússon, Heiðrún Valdís Heiðarsdóttir og Ragnar Sigurður Kristjánsson skipa lið MA í ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó