MA komst áfram í Gettu beturMynd: Huginn

MA komst áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri er komið áfram í 16-liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Liðið hafði betur gegn Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær. Flensborg fékk 17 stig en MA 21 stig. Þetta kemur fram á vef skólans.

Magnús Máni Sigurgeirsson, Rakel Alda Steinsdóttir og Þorsteinn Jakob Klemenzson skipa lið MA í ár. Auk þríeykisins kemur hópur nemenda að undirbúningi keppninnar fyrir hönd skólans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó