MA safnar pening til styrktar Bleiku slaufunni

Mynd af ww.ma.is

Mynd af ww.ma.is

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins er tileinkað brjóstakrabbameini í ár. Fjáröflun Bleiku slaufunnar í ár rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjóstakrabbameinsleit.

Í Menntaskólanum á Akureyri verður haldinn bleikur dagur til heiðurs Krabbameinsfélaginu. Skólameistari skólans Jón Már Héðinsson hefur heitið 25 krónum á hvern nemanda sem að mætir í bleiku og geta með því safnast tæpar 20.000 krónur. Söfnunarbaukar verða einnig í skólanum sem nemendur geta notað til að styrkja málstaðinn.

MA-derhúfan sem að varð vinsæl í fyrra verður núna einnig í bleiku og verða teknar niður pantanir á þeirri derhúfu. Hver derhúfa verður á 2500 krónur og renna 1000 krónur af hverri húfu óskert til Krabbameinsfélags Íslands. Bernódus Óli Einarsson nemandi í skólanum segist vonast til að sjá alla í bleiku og geta litið yfir Kvosina og sjá bara bleikt.

Víða um Akureyri eru byggingar lýstar upp með bleiku ljósi til að sýna stuðning við átakið. Háskólinn á Akureyri er þar á meðal. Á Facebook síðu háskólans segir að með því vilji skólinn styðja við átakið og minna á að mikilvægasta leiðin til að fjölga konum sem lifa sjúkdóminn af sé skipuleg leit að brjóstakrabbameini sem býðst öllum konum á Íslandi. Aðrar byggingar sem verða lýstar upp með bleiku ljósi eru meðal annars Akureyrarkirkja og Ráðhúsið.

 

 

 

 

UMMÆLI

Sambíó