Maddie og Baldur mikilvægust í körfuboltanum hjá Þór

Maddie og Baldur mikilvægust í körfuboltanum hjá Þór

Lokahóf körfuboltaliða Þórs var haldið á sunnudaginn. Lokahófið var með hefðbundum hætti þar sem formaður og þjálfarar liðanna gerðu upp árið ásamt því að liðin buðu upp á skemmtiatriði.

Maddie Sutton, Eva Wium Elíasdóttir, Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Baldur Örn Jóhannesson, Jason Gigliotti og Reynir Róbertsson voru verðlaunuð á lokahófi körfuknattleiksdeildar um helgina. Baldur, Eva og Karen Lind Helgadóttir náðu 100 leikja áfanga í vetur.

Þjálfarar liðanna verðlaunuðu efnilegustu leikmenn, bestu varnarmenn og mikilvægustu leikmenn liðanna.

  • Mikilvægasti leikmaður: Maddie Sutton
  • Besti varnarmaður: Eva Wium Elíasdóttir
  • Efnilegasti leikmaður: Emma Karólína Snæbjarnardóttir
  • Mikilvægasti leikmaður: Baldur Örn Jóhannesson
  • Besti varnarmaður: Jason Gigliotti
  • Efnilegasti leikmaður: Reynir Róbertsson

Þá fengu þau Eva Wium Elíasdóttir, Karen Lind Helgadóttir og Baldur Örn Jóhannesson viðurkenningu fyrir að ná 100 leikja áfanga í vetur.

Nánari umfjöllun má finna á vef Þórsara með því að smella hér. Mynd með frétt: Thorsport.is/Guðjón Andri Gylfason

UMMÆLI

Sambíó