Maður fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys í Eyjafirði

Maður fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys í Eyjafirði

Um hádegið í dag var tilkynnt um umferðarslys við Þórustaði í Eyjafjarðarsveit þar sem sendibifreið og mótorhjól höfðu lent saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Ökumaður mótorhjólsins var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er sagður hafa kastast af hjólinu talsverða vegalengd eftir að sendibifreiðinni hafði verið ekið í veg fyrir mótorhjólið. Hinn slasaði var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið en ekki er vitað meira um líðan hans að svo stöddu.

Einn maður var í sendibifreiðinni sem kenndi ekki til eymsla eftir áreksturinn.

Um hádegið var tilkynnt um umferðarslys við Þórustaði í Eyjafjarðarsveit þar sem sendibifreið og mótorhjól höfðu lent…

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Sunnudagur, 3. maí 2020UMMÆLI