Maður lést í köfunarslysi í Eyjafirði

Maður lést í köfunarslysi í Eyjafirði

Einstaklingur sem slasaðist í köfunarslysi í Eyjafirði í dag var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglu var tilkynnt um slysið sem varð úti á Eyjafirði, á móts við Hjalteyri, um klukkan 14:00 í dag.

Lögregla og slökkvilið voru strax boðuð út og einnig björgunarsveitir. Varðskipið Týr var einnig skammt frá er slysið varð og fór það einnig til aðstoðar.

Lögregla, björgunarsveitir og landhelgisgæslan eru ennþá við vinnu á vettvangi og úti á Eyjafirði.

„Sú vinna er meðal annars endurheimt á búnaði sem maðurinn var með. Áfallateymi Rauða Krossins var kallað út til aðstoðar fyrir samferðafólk mannsins. Ekki eru veittar frekari upplýsingar að svo stöddu en rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI