Prenthaus

Maðurinn sem féll í Goðafoss á góðum batavegi

Maðurinn sem féll í Goðafoss á góðum batavegi

Erlendi ferðamaðurinn sem féll í klettum skammt neðan við Goðafoss í gær er á góðum batavegi. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook síðu sinni.

Björgunarsveitir voru kallaðar út um þrjú leytið í gær og björgunaraðilum tókst að bjarga manninum úr Skjálfandafljóti.

Hann var fluttur á Sjúkrahúsið í Reykjavík til aðhlynningar. Eftir skoðun og aðhlynningu á sjúkrahúsinu kom í ljós að maðurinn var óbrotinn og áverkar minni en óttast var.

„Ferðamaðurinn hlaut heilahristing og í raun ótrúlegt hve vel hann hefur sloppið frá slysi þessu. Hann nýtur nú hjúkrunar og hvíldar. Lögreglan þakkar þeim samhenta hópi hjálparliðs sem kom á vettvang vegna þessa atviks,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI