Magnað myndband af lúx­ussnekkjunni í Eyjafirði

Magnað myndband af lúx­ussnekkjunni í Eyjafirði

Það hefur varla farið framhjá nokkrum Eyfirðingi að ein dýrasta snekkja heims hefur legið í Eyjafirði undanfarna daga. Jóhannes Sigurðarson hefur nú birt myndband af snekkjunni þar sem sést vel hversu mikilfengleg hún er.

Snekkjan sem er stærsta segl snekkja heims kom til Akureyrar 14. apríl. Snekkjan sem er í eigu rússneska viðskiptajöfursins Andrey Melnichenko má ekki sigla inn á Pollinn sökum hæðar mastranna, en þau geta truflað flug umferð. Möstrin ná upp í 100 metra hæð. Lengd snekkjunnar er 142 metrar og breidd tæpir 25 metrar. Snekkjan ber nafnið A og er 11. stærsta snekkja heims.

Andrey Melnichenko kom einnig til Akureyrar árið 2016 á þáverandi snekkju sinni sem bar einnig nafnið A. Þá kom Andrey sjálfur með Boeing einkaþotu og lenti á flugvellinum á Akureyri og fór þaðan í snekkjuna með þyrlu. Andrey er í 105. sæti á Forbes listanum yfir efnuðustu menn heims en hann er þekktastur fyrir þátt sinn í áburðarframleiðandanum EuroChem Group og kolar orkufyrirtækinu SUEK.

Sambíó

UMMÆLI