NTC netdagar

Magni spilar í Inkasso deildinni að ári

Magni Grenivík mun spila í Inkasso deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Þetta varð ljóst eftir úrslit dagsins í 2. deildinni þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Vestra í dag.

Magnamenn spiluðu síðast í 1. deild árið 1979. Þeir fara upp í Inkasso deildina ásamt Njarðvík sem tryggði sér sæti þar í síðustu viku. Magni er með 39 stig í 2. sæti fyrir síðustu umferðina 5 stigum á undan Huginn í 3. sæti.

Páll Viðar Gíslason þjálfar liðið en þetta er í 4. skipti á hans þjálfaraferli sem hann fer upp um deild með lið sem hann þjálfar.

 

UMMÆLI