NTC netdagar

Magni vann þægilegan sigur á KA

Lið Magna frá Grenivík, sem spilar í 2.deildinni, gerði sér lítið fyrir og vann Pepsi-deildarlið KA í Kjarnafæðismótinu í dag. Leikurinn var spilaður í Boganum á Akureyri og unnu Magnamenn 2-1.

Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk Magna en Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn fyrir KA á 87. mínútu. Seinna markið skoraði Jóhann úr vítaspyrnu en hann hafði fyrr í leiknum brennt af öðru víti.

Lið Magni eru þá efst í A-riðli Kjarnafæðismótsins með 4 stig en KA í öðru sæti með 3 stig.

Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk Magna

Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk Magna

 

UMMÆLI

Sambíó