Prenthaus

Magnús Birgisson ráðinn til GAStefanía Kristín, Heiðar Davíð og Magnús Birgisson Mynd: gagolf.is

Magnús Birgisson ráðinn til GA

Magnús Birgisson hefur verið ráðinn í starf þjálfara hjá Golfklúbbi Akureyrar í sumar. Þar mun hann starfa með þeim Heiðari og Stefaníu. Þetta kemur fram á vef GA en þar segir að Magnús sé Akureyringum vel kunnugur. Hann bjó hér í 10 ár og varð klúbbmeistari GA árið 1983.  Móðir hans er Inga Magnúsdóttir sem varð klúbbmeistari kvenna hjá GA 10 ár í röð frá 1979-1988. 

„Með tilkomu Magnúsar er horft til að auka þjónustu GA á öllum sviðum þjálfunar. Þannig verður lögð enn meiri áhersla á metnaðarfullt barna- og unglingastarf sem og að bjóða félögum á öllum getustigum upp á aukið framboð af námskeiðum. Magnús kemur til starfa 1. júní og mun starfa til 1. september.  Við hjá GA hlökkum mikið til samstarfsins við Magnús og væntum mikils af því,“ segir í tilkynningu GA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó