Mannlegt bókasafn á Glerártorgi

14962447_10154693782844451_1665367564_n

Allir á Glerártorg!

Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, SAMFÉS; standa fyrir félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadeginum í dag, miðvikudaginn 2.október.

Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri taka þátt í þessu verkefni en í stað þess að bjóða bæjarbúum í heimsókn líkt og síðustu ár verður deginum fagnað á Glerártorgi milli klukkan 16 og 18 í dag. Þar verður vakin athygli á starfsemi Félak.

Viðburðurinn kallast Mannlegt bókasafn en unglingar sem stunda félagsmiðstöðvarstarf með einum eða öðrum hætti ætla að vera mannlegar bækur. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að sýna fram á fjölbreytileika unglinga og að það er gaman að tala við unglinga.

Við hvetjum alla Akureyringa til að líta á þetta afar áhugaverða verkefni á Glerártorgi í dag en mannlega bókasafnið verður staðsett á ganginum á milli Nettó og Toys R´us.

Sambíó

UMMÆLI