Margrét æfir með U19

Margrét fagnar sigurmarki sínu gegn Stjörnunni í bikarúrslitum hjá 2. flokki

Margrét Árnadóttir úr Þór/KA hefur verið boðuð á æfingar með U19 ára landsliðinu í knattspyrnu. Þórður Þórðarson hefur valið 22 leikmenn sem taka þátt í æfingunum sem fara fram í Kórnum og Egilshöll 24.-26. nóvember næstkomandi.

Margrét spilaði 14 leiki með Íslandsmeisturum Þór/KA í sumar og skoraði 1 mark. Hún var einnig í lykilhlutverki hjá 2. flokk liðsins sem varð Íslands- og bikarmeistari síðastliðið sumar. Þar skoraði hún 10 mörk í 13 leikjum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó