Margrét og Ólöf enduðu í 6. sæti

U17 ára stúlknalandslið Íslands lauk þátttöku á EM í Makedóníu í dag þegar liðið lék um 5. sætið á mótinu. Íslenska liðið tapaði leiknum og endaði því í 6. sæti á mótinu. Tvær stelpur úr liði KA/Þór voru í íslenska hópnum þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Íslenska liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum gegn Kósóvó, Búlgaríu og Slóveníu. Þær tryggður sér þó 3. sæti í riðlinum með stórsigri á Ísrael 29-18 og léku því um 5. sætið á mótinu.

Sá leikur tapaðist örugglega gegn sterku liði Sviss. 27-35 niðurstaðan en Ólöf Marín gerði 2 mörk í leiknum á meðan Margrét varði 3 skot í markinu.

 

Bæði Ólöf og Margrét spiluðu þó nokkuð og er ljóst að þetta er flott reynsla fyrir þær fyrir átökin með KA/Þór í vetur.

UMMÆLI