Færeyjar 2024

Maríuhæna í Síðuskóla

Hér má sjá sjödepplu. Mynd: Erling Ólafsson

Í janúar fannst ný tegund maríhænu í Síðuskóla á Akureyri. Nemandi í skólanum kom með hana í skólann en hún hafði borist til landsins með dönskum Norðmannsþin sem er eitt algengasta jólatré landsins. Maríuhænan var ekki langlíf og fór kennari úr skólanum með hana á Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar.

Þar var staðfest að þessi tegund maríhænu heitir Sjödeppla. Sjödeppla er ein algengasta tegund maríuhænu í Mið-Evrópu. Sjödeppla eða Coccinella septempunctata hefur áður borist til landsins en ekki er vitað til þess að hún hafi numið land. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund finnst á Akureyri.

Hægt er að fræðast nánar um tegundina á heimasíðu Náttúrufræðistofnuna með því að ýta hér.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó