Mars Baldurs er Ungskáld Akureyrar 2022Verðlaunahafarnir. Frá vinstri: Selma Dís Hauksdóttir, Mars Baldurs og Guðrún María Aðalsteinsdóttir. Mynd: Akureyri.is

Mars Baldurs er Ungskáld Akureyrar 2022

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í gær. Fyrstu verðlaun hlaut Mars Baldurs fyrir verkið Þágufallssýki.

Alls bárust 57 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir:

  • 1. sæti: Mars Baldurs fyrir verkið Þágufallssýki
  • 2. sæti: Selma Dís Hauksdóttir fyrir verkið Tilfinningar og meiri tilfinningar
  • 3. sæti: Guðrún María Aðalsteinsdóttir fyrir verkið Mávur verður vitni að maraþoni!

Í dómnefnd sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og skáld, og Svavar Knútur Kristinsson, tónlistarmaður og textahöfundur. Tónlistaratriði við verðlaunaafhendinguna fluttu þau Júlíana Valborg Þórhallsdóttir og Dagur Nói Sigurðsson.

Nánar má lesa um Ungskáld á vef Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI