Marta Nordal leikstýrir Chicago – lék Roxý árið 2004Marta stökk inn í hlutverk Roxý í uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum árið 2004. Nú leikstýrir hún verkinu hjá Leikfélagi Akureyrar.

Marta Nordal leikstýrir Chicago – lék Roxý árið 2004

Marta Nordal leikstýrir söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar 2023.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Marta tekur þátt í uppsetningu á Chicago því hún var í leikhópnum þegar Borgarleikhúsið sýndi söngleikinn árið 2004 undir leikstjórin Þórhildar Þorleifsdóttur. Þá léku Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir aðalhlutverkin, Roxý Hart og Velmu. Þegar Steinunn Ólína forfallaðist varð Marta að stökkva samdægurs inn í hlutverk Roxý í hennar stað.

Að þessu sinni mun leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leika Roxý og söngkonan Jóhanna Guðrún Velmu. Aðrir leikarar eru Margrét Eir, Björgvin Franz Gíslason, Arnþór Þórsteinsson og Bjartmar Þórðarson.

Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

Sambíó

UMMÆLI