Martha segist ekki geta hætt núna: „Þetta er svo gaman“

Martha segist ekki geta hætt núna: „Þetta er svo gaman“

Íslandsmeistarinn Martha Hermannsdóttir ætlar sér að halda áfram í handbolta. Hún sagði í samtali við vef handbolta.is eftir að KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær að hún gæti ekki hætt.

„Ég get ekki hætt núna, þetta er svo gaman, alveg hreint geggjað,” sagði Martha í samtali við handbolta.is.

Martha er aldursforseti í liði KA/Þór en hún er einn mikilvægasti leikmaður liðsins. Eftir leikinn gegn Val í gær var Martha valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar.

Ítarlegra viðtal við Mörthu má finna á Handbolti.is.

UMMÆLI