NTC netdagar

<strong>Masterclass Gulleggsins á Akureyri um helgina</strong>

Masterclass Gulleggsins á Akureyri um helgina

Masterclass Gulleggsins hefst um helgina og verður sýnt frá því í stofu 262 í Borgum í Háskólanum á Akureyri á laugardag og sunnudag.

Markmið með Masterclass Gulleggsins er að heyra sögur frá reynsluboltum í sprotasenunni og hlýta á gagnlegar upplýsingar um hvernig á að ramma inn og móta hugmyndir í góða sölukynningu. Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins, þar sem fjölmörg fyrirtæki hafa stigið sín fyrstu skref, en keppnin hefur farið fram síðan 2007.

Allir geta tekið þátt í Gullegginu og er jafnvel hægt að skrá sig án hugmyndar. Eftir Masterclassinn geta einstaklingar ákveðið hvort það vilji taka þátt í sjálfri keppninni og hafa þá viku til að skila inn þeirra umsókn.  Starfsmenn KLAK Icelandic Startups sem eru skipuleggjendur Gulleggsins, verða viðstödd í Háskólanum um helgina til að aðstoða þátttakendur.

Gerður í Blush opnar Masterclassinn með reynslusögu og vinnustofu í markmiðasetningu. Sagðar verða reynslusögur frá stofnendum sprotafyrirtækja, þar á meðal mun hann Finnur Pind stofnandi Treble Technologies segja sína sögu en þau söfnuðu 1.3 milljörðum núna í lok árs 2022 og hafa verið að vaxa mjög hratt. Hann er einnig ákveðinn íslandsmeistari, eða réttara sagt Norðurlandameistari, í fjárfestakynningum þar sem hann bar sigur úr býtum í New Nordics Pitch Competition á Slush í Helsinki á síðasta ári. Guðjón í OZ segir frá Startup Methods og markaðssérfræðingarnir Kristján Schram og Haraldur Daði verða með vinnustofur þar sem farið verður yfir atriði sem þarf að hafa í huga í markaðssetningu.

,,Við erum mjög spennt fyrir því að mæta norður og fá inn fleiri frumkvöðla þaðan í Gulleggið“, segir verkefnastjóri Gulleggsins.

Húsið opnar kl 09:30, laugardaginn 20. Janúar og er þátttaka ókeypis.

Skráning fer fram hér.

Hægt er að kynna sér viðburðinn nánar á Facebook með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI