Matvöruverð fer lækkandi


Vörukarfa ASÍ hefur lækkaði frá því í september 2016 hjá öllum þeim 10 verslununum sem skoðaðar voru vikuna 20.–24. mars 2017. Mest er lækkunin 5,6% hjá Hagkaup og 5,5% hjá Krónunni. Minnsta lækkunin er hjá Samkaup-Strax, 0,2% og Víði 0,4%.

ASÍ skoðaði verðbreytingar í eftirfarandi verslunum: Í lágvöruverðsverslununum Bónus, Krónunni, Nettó og Iceland; í almennu matvöruverslununum Hagkaupum, Samkaup-Úrvali, Tíu-ellefu, Samkaupum-Strax, Víði og Kjarval.

Á umræddu tímabili má sjá verðbreytingar í öllum vöruflokkum bæði hækkanir og lækkanir. Grænmeti og ávextir hafa lækkað töluvert í verði hjá öllum verslununum og brauð og kornvörur hjá öllum nema hjá Víði.

Nánari upplýsingar má lesa á vef ASÍ.

Á meðfylgjandi súluriti má sjá verðbreytingar á vörukörfu ASÍ frá september 2016 til mars 2017. Lækkunin er sem fyrr segir 0,2%-5,6%.

Mynd: asi.is

Sambíó

UMMÆLI