Freyr Alexandersson – „Meiriháttar tækifæri að koma norður“

Kvennalandsliðið á æfingu í Boganum

Um helgina fóru fram landsliðsæfingar hjá íslenska kvennalandsliðinu í Boganum á Akureyri. Í 30 manna æfingahóp eru tveir leikmenn Þórs/KA, þær Sandra María Jessen og Lillý Rut Hlynsdóttir. Þá eru fjórir fyrrum leikmenn Þórs/KA í þessum æfingahópi.

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu var í skemmtilegu viðtali við ÞórTV í tilefni af heimsókn liðsins til Akureyrar.

Hann segir meðal annars að það sé alltaf gaman að kíkja út á land og sérstaklega til Akureyrar. Það sé meiriháttar tækifæri að koma hingað og hrista saman hópinn og að aðstaðan hér sé frábær.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó