Meirihluti lesenda á móti áfengisfrumvarpinu

Meirihluti lesenda Kaffið.is er á móti frumvarpi sem felur í sér breytingar á lögum um smásölu áfengis og afnám einkasölu ÁTVR á áfengi.

515 manns svöruðu könnun Kaffið.is í vikunni og af þeim sögðu 268 manns nei við því að fá áfengi í matvöruverslanir. 211 manns eru fylgjandi því en 36 manns stendur á sama um hvar áfengi er selt.

Er niðurstaðan í nokkru samræmi við könn­un Zenter sem fram fór dag­ana 9. til 14. fe­brú­ar en þar voru 61,5% svarenda mótfallin áfengisfrumvarpinu sem var lagt fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata.

Í þeirri könnun, sem náði til 1023 manns, voru 22,8% sem sögðust vera hlynnt eða mjög hlynnt frum­varp­inu og 15,7% voru hvorki hlynnt né mót­fall­in.

UMMÆLI

Sambíó