Menningarfélag Akureyrar hækkar greiðslur til hljóðfæraleikara

Mynd: Menningarfélag Akureyrar

Á fundi fulltrúa Félags íslenskra hljómlistamanna með fulltrúum Menningarfélags Akureyrar og verkefnaráðnum hljóðfæraleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á dögunum var tilkynnt að Menningarfélag Akureyrar hyggist hækka greiðslur til verkefnaráðinna hljóðfæraleikara.

Menningarfélagið stefnir á að hækka greiðslur um ríflega 60% fyrir verkefni sem tilheyra tónleikadagskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Auk þessa mun Menningarfélagið hækka greiðslur um rúmlega 10% til hljóðfæraleikara fyrir verkefni undir merkjum hliðarsjálfs sveitarinnar, SinfoníaNord. Þau verkefni snúast um upptökur á sinfónískri kvikmyndatónlist og sinfóníska þjónustu til viðburðarhaldara, hljómsveita, tónskálda og upptökustjóra.

Þetta er stórt skref fram á við í kjaramálum hljóðfæraleikara á Íslandi og löngu tímabært að greidd sé sama upphæðin fyrir sömu vinnuna á landinu öllu,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson yfirmaður tónlistarsviðs MAk.

Sambíó

UMMÆLI