Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum

Annars vegnar er auglýst eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki og hins vegar umsóknum um starfslaun listamanna.

Samstarfssamningar eiga við um verkefni sem stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri og þar er hægt að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn.

Verkefnastyrkirnir ná yfir verkefni sem talin eru til þess fallin að auðga menningarlífið í bænum, hafa ákveðna sérstöðu og fela í sér frumsköpun.

Umsóknarfrestur um samstarfssamning og/eða verkefnastyrk er til og með 7. febrúar 2018.

Umsóknir um starfslaun listamanna skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um hvernig starfslaunatíminn verður notaður, listferil og menntun. Veitt eru ein starfslaun í 9 mánuði og öllum með lögheimili á Akureyri er heimilt að sækja um í eigin nafni.

Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna er til og með 14. febrúar 2018.

Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi, aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.

Sótt er um í gegnum íbúagátt Akureyrarbæjar undir flipanum umsóknir efst til hægri.

Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs, Samþykkt um starfslaun listamanna og Menningarstefnu Akureyrar má sjá á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is.

Mynd og frétt: akureyri.is

UMMÆLI