Menntasetur í Hrísey

Hrísey - Mynd: Visit Akureyri

Hrísey – Mynd: Visit Akureyri

Stefnt er að því að opna menntasetur í Hrísey svo fólk geti dvalið þar og sinnt fjarnámi. Kristján Óttar Klausen fer fyrir verkefninu en hann fékk styrk til þess að vinna að því frá verkefninu Brothættar byggðir. Brothættar byggðir er verkefni sem farið var af stað með til að efla byggðir sem eiga undir högg að sækja en meðal þeirra eru Grímsey og Hrísey. Hugmyndin um menntasetrið er sprottin úr samtölum úr hvernig megi þróa byggð í eynni til að sporna við fólksfækkun þar.

Í samtali við Rúv segir Kristján ,,Hugmyndin er að hver sem er sem stundar fjarnám geti komið út í Hrísey og fengið þar námsaðstöðu, námsaðstoð, samfélag og húsnæði.“ Kristján vinnur verkefnið í samstarfi við verkefnastjóra Brothættra byggða og heimamenn í Hrísey. Kristján vonar að hægt verði að taka menntasetrið í notkun, a.m.k. til prufu, næsta haust.

UMMÆLI