Vinna og vélar

Menntaskólinn á Akureyri sigraði MORFÍs

Menntaskólinn á Akureyri sigraði MORFÍs

Lið Menntaskólans á Akureyri sigraði Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í gær þegar liðið lagið Flensborg að velli í Háskólabíói.

Dómarar kvöldsins útnefndu Kristu Sól Guðjónsdóttur úr MA ræðumann kvöldsins. Lið MA-inga samanstendur af Benjamín Þorra Bergssyni, Heiðrúnu Hafdal, Reyni Þór Jóhannssyni og Kristu Sól Guðjónsdóttur. Að þjálfun liðsins koma þau Ingvar Þóroddsson, Embla Kristín Blöndal, Þröstur Ingvarsson og Jóhannes Óli Sveinsson, sem eru öll fyrrum nemendur MA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó