Mental ráðgjöf og Mögnum sameina krafta sína í þágu geðheilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi

Mental ráðgjöf og Mögnum sameina krafta sína í þágu geðheilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi

Mental ráðgjöf, brautryðjandi í stefnumótandi nálgun til eflingar geðheilbrigðis á vinnustöðum, og Mögnum, öflugt ráðgjafafyrirtæki á sviði mannauðsmála á Akureyri hafa tekið höndum saman og áætla að vinna í nánu samstarfi í þágu geðheilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi. 

„Hjá Mental ráðgjöf vinnum við statt og stöðugt að því að vinnan geti verið góð fyrir geðheilsuna og höfum undanfarin tvö ár unnið sleitulaust að því að að því að styrkja stjórnendur og starfsfólk í því að stuðla að og hlúa að geðheilbrigði á vinnustöðum,“ segir í tilkynningu.

„Nú komum við norður til Akureyrar, þar sem Mögnum hefur um árabil boðið fjölbreytta ráðgjöf í tengslum við mannauðsmál á vinnustöðum. Með reynslu Mögnum og skilningi á staðbundnum áskorunum á svæðinu teljum við okkur vera í stakk búin til að hafa enn meiri áhrif.“

„Samstarf okkar við Mögnum er til marks um óbilandi hollustu okkar við að efla geðheilbrigði starfsfólks á vinnustöðum víða um landið,“ sagði Helena Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Mental ráðgjafar. „Með því að sameina krafta okkar stefnum við að því að auka þau áhrif sem okkur er unnt að hafa, ná til fleiri vinnustaða og starfsmanna til að stuðla að vinnuumhverfi þar sem geðheilbrigði er í fyrirrúmi.“

Vertu með okkur fimmtudaginn 23. Maí í Háskólanum á Akureyri klukkan 14.30 þegar við ýtum þessu spennandi samstarfi við Mögnum formlega úr vör! Á kynningunni munum við fjalla um mikilvægi þess að setja geðheilbrigði á dagskrá á vinnustöðum og deila upplýsingum um nálgun okkar og aðferðafræði. Auk þess munu Erla Björnsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fjalla um vegferð síns vinnustaðar við að styðja við bætta líðan starfsfólks.

Dagana 23 og 24. maí munum við auk þessa bjóða stjórnendum og fyrirtækjum sem deila sýn okkar um geðheilbrigðari vinnustaði til funda við okkur. Áhugasömum er bent á að hafa samband með tölvupósti á mental@mentalradgjof.is. 

„Við erum spennt að taka höndum saman með Mental ráðgjöf í sameiginlegu verkefni okkar til að hlúa að geðheilbrigðum vinnustöðum á Norðurlandi og víðar,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir, stofnandi Mögnum.

„Samstarf okkar táknar nýjan kafla í viðleitni okkar til að styrkja fyrirtæki og stofnanir með þeirri þekkingu og verkfærum sem þarf til að styðja við geðheilsu síns starfsfólks. Við væntum mikils af þessu samstarfi.“

Um Mental Ráðgjöf:

Mental ráðgjöf vinnur með fyrirtækjum og stofnunum að því að gjörbylta nálgun þeirra á geðheilbrigði starfsfólks á vinnustöðum. Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja fólk og líðan þess í fyrsta sæti með því að skapa styðjandi og sjálfbæra menningu sem eflir geðheilsu á vinnustöðum.  

Með aðferðum Mental, sem þróaðar eru með vísun í alþjóðlegar viðurkenndar aðferðir, fá fyrirtæki aðstoð við að takast á við áskoranir og ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að auka sálrænt öryggi og geðheilsu starfsfólks á vinnustað.  

Um Mögnum:

Mögnum er framsækið ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu á sviði mannauðsmála; svo sem ráðningum, ráðgjöf, fræðslu og markþjálfun fyrir fólk og vinnustaði.  Mögnum leggur ætíð áherslu á viðurkenndar nálganir og faglegar aðferðir sem skila viðskiptavinum fagmennsku, virði og árangri. 

Mögnum var stofnað árið 2017 á Akureyri og er eina fyrirtækið sem býður upp á sambærilega þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. 

www.mognum.is

UMMÆLI

Sambíó