Prenthaus

Merkir tún sín í Eyjafirði Miðflokknum

Merkir tún sín í Eyjafirði Miðflokknum

Jón Elv­ar Hjör­leifs­son, bóndi á Hrafnagili í Eyjaf­irði, er mikill stuðningsmaður Miðflokksins. Hann hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við flokkinn í kringum komandi Alþingiskosningar og nú hefur hann merkt tún sín í Eyjafirði með listabókstaf Miðflokksins.

Jón segir í samtali við mbl.is í dag að hann hafi fundið sig knúinn til að stíga inn þar sem að Miðflokkurinn væri búinn að eyða svo miklu í auglýsingar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins virðist vera kátur með uppátækið en hann birti mynd af útkomunni á Facebook síðu sinni. Myndina má sjá hér að ofan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó