Metþátttaka á N1 mótinu í ár

Metþátttaka á N1 mótinu í ár

N1 mótið í fótbolta hefst á Akureyri í dag og stendur til 6. júlí. Þetta er í 33. sinn sem mótið er haldið og þátttaka hefur aldrei verið meiri.

Alls eru 204 lið skráð til leiks á mótið í ár og 1.960 þátt­tak­end­ur sem munu taka þátt. Þá er eitt erlent lið skráð til leiks sem kemur frá Bandaríkjunum.

Framkvæmd mótsins er í höndum KA en Sævar Pétursson framkvæmdasjóri KA ræddi við Morgunblaðið um mótið í dag

„N1 mótið er vissu­lega einn af hápunkt­um sum­ars­ins hjá okk­ur í KA og fátt sem topp­ar að sjá ein­beit­ing­una og gleðina í and­lit­um kepp­enda þegar þeir mæta til leiks hér nyrðra,“ sagði Sæv­ar Pét­urs­son við mbl.is.

„Það eru for­rétt­indi að fá að hafa um­sjón með þessu frá­bæra móti enda sam­starfið við N1, þjálf­ara, aðstand­end­ur og að sjálf­sögðu kepp­end­urna sjálfa alltaf jafn gott. Þá daga sem mótið stend­ur yfir setja liðin sterk­an svip á bæj­ar­lífið og ég veit að all­ir munu njóta sín vel hér þessa daga. Við minn­um svo for­ráðamenn á að vera dug­lega við að taka mynd­ir af drengj­un­um og merkja með #n1­mótið á sam­fé­lags­miðlum og halda þannig áfram að skrá þannig sög­una.“

UMMÆLI