Metþátttaka í gamlárshlaupi UFA þrátt fyrir hálku og vind

Metþátttaka í gamlárshlaupi UFA þrátt fyrir hálku og vind

Gamlárshlaup UFA fór að venju fram í gærmorgun, að morgni gamlársdags. Þrátt fyrir að aðstæður hafi ekki verið sem bestar létu hlauparar það ekki á sig fá og fjölmenntu sem aldrei fyrr. Hlaupið var það fjölmennasta til þessa með um 130 þátttakendur.

Í 10 km hlaupi kom Jörundur Frímann Jónasson fyrstur karla í mark á 41:35, annar var Helgi Rúnar Pálsson á 43:41 og þriðji var Þröstur Már Pálmason á 44:02. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir var fyrst kvenna á 43:56, önnur var Anna Berglind Pálmadóttir og á 44:01 og þriðja var Rannveig Oddsdóttir á 44:33.

Í 5 km hlaupi kom Guðlaugur Ari Jónsson fyrstu karla í mark á 20:08, annar Hjalti Jónsson á 24:24 og Einar Ingimundarson var þriðji á 24:59. Sonja Sif Jóhannsdóttir var fyrst kvenna á 26:51, önnur var Karólína Pálsdóttir á 27:07 og þriðja var Guðbjörg Vala Andrésdóttir á 27:08.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir best klædda liðið. Sigur úr bítum í þeirri keppni báru Ananasarnir sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni.

Hér má sjá tíma allra sem hlupu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó