NTC netdagar

Miðasala á AK Extreme hafin

Miðasala á AK Extreme hafin

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 6. til 9. apríl á Akureyri. Fyrir þá sem ekki vita er hátíðin þrír dagar af tónlist og snjóbrettageðveiki sem enginn má missa af. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni eru Aron Can, Hildur, GKR og Alvia Islandia. Tónleikarnir fara fram í Sjallanum og kostar þriggja daga passi 5.900 krónur. Miðasalan fer fram á midi.is

Hápunktur AK Extreme er Eimskips Big Jump gámastökkið laugardagskvöldið 8. apríl. Fimm hæðir af Eimskipsgámum eru undirstaðan fyrir geggjaðan stökkpall sem reistur er í miðbæ Akureyrar. Þessi pallur á sér ekki hliðstæðu í heiminum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó