Miðaverð í Sundlaug Akureyrar hækkar

Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2018 hafa verið samþykktar í bæjarráði Akureyrarbæjar og má sjá hækkanir á ýmsum sviðum. Enn hækkar verð á sundmiða í sundlaug Akureyrar og mun miðinn kosta 950 krónur eftir áramót. Árið 2015 kostaði miðinn 600 krónur og hefur því hækkað um 350 krónur á þremur árum.

Miðaverð fyrir börn hækkar einnig um 50 krónur og mun nú kosta 250 krónur. Miðaverð á árskortum haldast þó óbreytt og einnig miðaverð fyrir eldri borgara. 30 miðakort fyrir fullorðna hækkar um þúsund krónur og mun kosta 13 þúsund krónur.

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó