Færeyjar 2024

Mikið kvartað undan samkvæmishávaða á Akureyri

Mikið kvartað undan samkvæmishávaða á Akureyri

Að sögn varðstjóra Lögreglunnar á Norðurlandi eystra var mikið kvartað undan samkvæmishávaða á Akureyri í gærkvöldi og í nótt. Margir voru í bænum að skemmta sér og talsverðar raðir mynduðust til að mynda við skemmtistaði bæjarins. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þar segir einnig að Lögreglan á Norðurlandi eystra hafi handtekið mann á Húsavík í nótt og flutt hann í fangageymslur lögreglunnar á Akureyri. Maðurinn er sagður hafa ógnað starfsfólki hótels á Húsavík og verið með óspektir í bænum. Hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi og ekki hafi verið hægt að róa hann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó