Mikið tekjutap í Hlíðarfjalli vegna kórónuveirunnar

Mikið tekjutap í Hlíðarfjalli vegna kórónuveirunnar

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli varð af helmingi tekna vetursins vegna kórónuveirufaraldursins. Skíðasvæðum landsins var lokað 20. mars síðastliðinn vegna veirunnar. Þetta kemur fram á RÚV.

Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir í samtali við RÚV að það þýði ekkert annað en að líta björtum augum til næsta veturs þrátt fyrir að hann telji að tugi milljónir hafi tapast. Ný skíðalyfta verði kláruð í sumar.

„Handritið var skrifað í skýin, vorum að klára lyftuna, sjaldan verið jafn mikill og góður snjór, flott veður um páska og svo hrundi bara spilaborgin,“ segir Guðmundur Karl á vef RÚV.

Tvær til þrjár vikur eru eftir af vinnu við nýja stólalyftu en tveir erlendir sérfræðingar sem áttu að aðstoða við lokavinnuna sneru heim vegna kórónuveirufaraldsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó