Mikið um frjókorn á Akureyri

Mikið hefur verið um frjókorn á Akureyri það sem af er sumri en í júní mældist fjöldi frjókorna í bænum yfir meðallagi. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Þar segir að þeir einstaklingar sem séu með frjókornaofnæmi ættu að gera ráðstafanir því vænta megi að enn meira frjó mælist í loftinu nú í júlí og ágúst.

Frjótíma birkis er lokið en aðalfrjótími grasa er í júlí og ágúst samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands.

Frjókorn dreifast mest þegar veður er hlýtt og þurrt og í smá golu. Náttúrufræðistofnun ráðleggur þeim sem hafa frjókornaofnæmi að þurrka þvott inni, sofa með lokaðan glugga og slá gras fyrir blómgun svo ekki myndist frjókorn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó