Mikil ánægja með þjónustu Einingar-Iðju

Mikil ánægja er með þjónustu Einingar-Iðju og félagið sjálft samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup könnunar. 96% svarenda sögðust vera sáttir eða hvorki né er spurt var hvort viðkomandi væri sáttur eða ósáttur við Einingu-Iðju og tæplega 96,9% merktu við ánægður eða hvorki né er spurt var hversu ánægður eða óánægður ertu með þjónustu Einingar-Iðju þegar á heildina væri litið. Þetta eru mjög svipaðar niðurstöður og á síðustu tveimur árum, reyndar aðeins betri.

53,3% svarenda sögðust hafa nýtt sér einhverja þjónustu hjá félaginu undanfarna 12 mánuði. Það kom fram í niðurstöðunum að þeir sem minna eru ánægðir með þjónustu félagsins eru þeir sem segjast ekki hafa nýtt sér hana.

Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sem gerð var fyrir félagið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó