NTC netdagar

Mikil ásókn í sýnatöku vegna Covid-19

Mikil ásókn í sýnatöku vegna Covid-19

Alls hafa um 2500 manns bókað sig í sýnatöku á Læknastofum Akureyrar vegna Covid-19 veirunnar. Skimanir hefjast í dag í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Þetta kemur fram á Vikudegi.is.

Þar segir að Læknastofur Akureyrar muni taka 300 manns í sýnatöku á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í þessari viku. Fjórir dagar hafi svo bæst við eftir páska.

Ingibjörg Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofu Akureyrar, segir í samtali við Vikudag að ánægjulegt sé að sjá hversu margir vilja nýta sér þessa þjónustu og að það hafi augljóslega verið mikil þörf á þessu hér á svæðinu.

Hún hvetur fólk til að fylgjast með bókunarsíðunni en hana má fá finna með því að smella hér. Sýnatökur verða virka daga frá kl. 9-16 og fara fram við Glerártorg, að norðanverðu (bak við Bakaríð við brúna). Fólk leggur bílnum sínum fyrir framan húsið í merkt bílastæði (merkt með keilum og miða) og gengur svo upp rampinn og fer inn til að láta taka sýni.

Íslensk erfðagreining útvegar pinnana ásamt tilheyrandi tölvubúnaði og Embætti landlæknis útvegar hlífðarbúnað. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi Læknastofurnar muni bjóða upp á í sýnatöku.

UMMÆLI

Sambíó