Mikil aukning í áhorfi á N4

Mikil aukning í áhorfi á N4

Mikil aukning hefur orðið á áhorfi á þáttum sjónvarpsstöðvarinnar N4 undanfarið ár. María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, segir að tölurnar sýni svart á hvítu að landsmenn kunni vel að meta efni stöðvarinar. Þetta kemur fram á vef N4.

„Það er sama hvaða veitur við skoðum, aukningin er alls staðar veruleg. Sjónvarpsáhorf hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og þeirri þróun fylgjum við eins og kostur er,“ segir María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri N4.

Hún segir að allir þættir stöðvarinnar fari nú inn á Facebook á sama tíma og þeir eru frumsýndir í línulegri dagskrá. Facebook-síða N$ er mjög stór með um 25 þúsund fylgjendur. Í apríl var áhorf á myndbönd stöðvarinnar á Facebook 322 þúsund. Á sama tíma í fyrra var áhorfið 299 þúsund.

Á tímaflakki Símans var náð í þætti frá N4 nærri 80 þúsund sinnum í apríl en í sama mánuði í fyrra var þessi tala 28 þúsund. Aukningin er sambærileg á tímaflakki Vodafone.

„Við erum auðvitað óskaplega þakklát fyrir þessa miklu aukningu, auk þess sem við greinum vöxt áhorfi í línulegri dagskrá, þótt nákvæmar tölulegar staðreyndir séu ekki tiltækar í þeim efnum,“ segir María Björk.

Mynd: n4.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó