Mikil eftirsjá af Karli

Mikil eftirsjá af Karli

Fjölmiðlamaðurinn Karl Eskill Pálsson kvaddi sjónvarpsstöðina N4 í gær og hóf störf hjá Samherja. María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, segir að það verði mikil eftirsjá af Karli.

Hann hefur starfað á N4 undanfarin sex ár og komið að fjölmörgum sjónvarpsverkefnum, meðal annars tengdum Samherja.

„Það verður mikil eftirsjá af Karli enda um mikinn reynslubolta að ræða með 30 ára fjölmiðlareynslu. Þá á Karl Eskill sér líka marga aðdáendur í hópi sjónvarpsáhorfenda stöðvarinnar en hann hefur m.a. sést á skjánum í þáttunum Landsbyggðir, Garðarölt, Húsin í bænum o.fl. N4 þakkar Kalla vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum, en hann færir sig nú yfir til Samherja þar sem hann mun miðla upplýsingum fyrir fyrirtækið,“ segir í tilkynningu á vef N4.

Sýna efst: Karl Eskill ráðinn til Samherja

Karl Eskill ræddi nýja starfið í viðtali við Stundina í gær. Haft er eftir Karli í Stundinni að staða hans hafi ekki verið auglýst og að hann geri ráð fyrir því að Samherji hafi leitað til hans vegna þess að þeir viti hver hann sé og fyrir hvað hann stendur.

Hann segir að hann sé fyrst og fremst ráðin til þess að skrifa fréttir á upplýsingavef fyrirtækisins samherji.is. Þá sé hann einnig með Facebook síðu.

Umfjöllun Stundarinnar um ráðningu Karls má lesa hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó