Prenthaus

Mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna á Akureyri

Íbúum á Akureyri fjölgaði um tæp 300 á milli ára. Samkvæmt talningu hjá íbúaskrá voru íbúar bæjarins þann 1. janúar sl. 18.786 en voru 18.488 á sama tíma í fyrra.

Á undanförnum misserum hafa færri erlendir ríkisborgarar verið búsettir á Akureyri en að jafnaði á landinu öllu eða einungis 3,4% íbúa m.v. 1. janúar 2017.

Mikil breyting hefur orðið á því en í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2017 voru 4% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fólki með erlent ríkisfang fjölgaði um 23% frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 eða úr 600 í 740 manns.

Þess má geta í þessu samhengi að Akureyrarbær tók við 23 flóttamönnum frá Sýrlandi í janúar 2016. Því skýrist fjölgunin einungis að hluta vegna þess verkefnis.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um fasteignamarkaðinn á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI