Mikill áhugi á andarnefjunum á Pollinum – Ein andarnefjan slösuðMynd: Whale Watching Akureyri

Mikill áhugi á andarnefjunum á Pollinum – Ein andarnefjan slösuð

Sex dagar eru liðnir frá því að andarnefjur sáust á Pollinum við Akureyri og þær spóka sig þar enn. Í tilkynningu frá Hvalaskoðun Akureyrar kemur fram að fólk hafi haft mikinn áhuga á andarnefjunum og að margir hafi komið við og viljað fræðast meira um dýrin.

Sjá einnig: Andarnefjur á Pollinum

„Það kemur fólk hingað inn á hverjum degi og spyr okkur spurninga og við erum svo glöð að finna fyrir svona miklum áhuga frá Akureyringum og ferðamönnum,“ segir á Facebook síðu Hvalaskoðunar á Akureyri

Í dag tók starfsfólk Hvalaskoðunarinnar eftir því að ein andarnefjan væri slösuð og að það blæddi úr henni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er fólki ráðlagt að fara ekki of nálægt hvölunum á bátum eða brettum.

Sambíó

UMMÆLI